Borgarbörn - 2008

Árið 2008 voru settar upp þrjár leiksýningar á vegum Borgarbarna. Í febrúar var unglingaleikritið Alsæla frumsýnt, Shakespeare gamanleikurinn Allt í misgripum var frumsýndur í maí og í lok nóvember var jólaleikritið Rétta leiðin frumsýnd í Iðnó.

Unglingaleikritið Alsæla

Æfingar standa nú yfir á unglingaleikritinu Alsæla í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Verkið er sprottið upp af umræðum og hugsunum leikhópsins og færð í búning af leikstjóranum.

Sýningin inniheldur fjölda vinsælla laga og dansatriða ásamt auðvitað meitluðum texta. Söngstjórn er í höndum Ragnheiðar Hall, danshöfundur er Halla Ólafsdóttir og tónlistarstjóri er Valdimar Kristjónsson.

Leikritið er fært í mjög sjónrænan búning og lýst í dansi og söng á táknrænan og hreinan máta.

Leikhópurinn samanstendur af 12 unglingum á aldrinum 15-19 ára. Forvarnir og fræðsla þurfa að vekja áhuga unglinga. Því eru notaðar aðferðir og leiðir sem eru á þeirra tungumáli og þau skilja.
Um er að ræða jafningjafræðslu af bestu gerð sem sýnir fram á þá staðreynd að lífið hefur upp á svo margt að bjóða, ef rétt ákvörðun er tekin.

Frumsýning er 9. febrúar og verður sýnt mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga út febrúar. Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhússins í síma: 568-8000

Unglingaleikritið Alsæla í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Sýningar urðu alls 10 og sýnt var á Litla sviði Borgarleikhússins.

Allt í misgripum

Shakespeare gamanleikurinn Allt í misgripum í leikstjón xxx var sýndur þrisvar sinnum.

Borgarbörn, barna- og unglingaleikhús, frumsýna Allt í misgripum eftir William Shakespeare á Nýja sviði Borgarleikhússins þann 23. apríl kl. 19:00. Sýningin er hluti af Shakespeare 24, sem er stærsta alþjóðlega Shakespeare-leiklistarhátíð, sem haldin hefur verið meðal barna og unglinga.

Shakespeare 24 er stórkostlegt heimshornaflakk til heiðurs 444 afmælisdegi Shakespeares. Flakkið hefst á Nýja Sjálandi og lýkur 24 stundum síðar á Hawaii. Sextíu og tveir unglingahópar (11-21 árs) frá 34 löndum munu setja á svið verk höfundarins klukkan 19:00 á staðartíma.

Jólaleikritið Rétta leiðin

Borgarbörn munu sína hið vinsæla jólaleikrit Rétta leiðin eftir Erlu Ruth Harðardóttur og Hrefnu Hallgrímsdóttur í desember.
Sýningar fóru fram í Iðnó.


Jólaleikritið Rétta leiðin, fjallar um Heiðrúnu Birtu mannabarn sem alist hefur upp í Jólalandi.
Hún er send aftur til mannheima ásamt Kuggi jólaálfi til að rétta öðrum hjálparhönd og breiða út boðskap ástar og friðar sem er hinn eini sanni jólaboðskapur.
Í mannheimum kynnast þau Kyrjunum sem í raun trúa ekki á neitt nema sjálfan sig og engan vegin á jólasveininn. Heiðrúnu Birtu og Kuggi er mikið verk fyrir höndum.

Skyldi þeim takast að vekja aftur upp jólaandann?
Geta þau sannfært mannfólkið um að með því að rétta öðrum hjálparhönd og láta sig málin varða, eru þau farin að leggja heiminum lið?

Þetta er þriðja árið í röð sem Borgarbörn standa fyrir jólasýningum. Að auki standa þessi duglegu börn fyrir söfnun á jólagjöfum fyrir Mæðrastyrksnefnd og er tekið á móti þeim á sýningunni í Iðnó.

Piparkökur og djús eru í boði fyrir áhorfendur eftir sýningu þar sem hitta má leikarana sjálfa.

 

 

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is