Borgarbörn - 2009

Jólaleikritið María, asninn og gjaldkerarnir

Borgarbörn frumsýndu leikritið María, asninn og gjaldkerarnir í Iðnó þann 22. nóvember.

Leikritið fjallar um krakka í unglingadeild sem fengið er það verkefni að setja upp sjálfan helgileikinn.

Þeim lýst ekki of vel á þá hugmynd og ekki batnar það þegar nokkur börn úr barnadeildinni eru send til að taka þátt í uppfærslunni með þeim. Þau ákveða þó að setja upp helgileikinn á nýstárlegan hátt og fylgjumst við með æfingum þeirra, sem oft verða skondnar.

Inní sögu Maríu og Jóseps, flækist ástarsaga Edda og Dísu, sem eru nemendur skólans, misskilningur á íslensku máli og ýmislegt fleira.
En það sem mestu máli skiptir er að helgileikurinn kemst þó rétt til skila og þar með boðskapur jólanna.

Um að ræða góða og fræðandi skemmtun fyrir börn á öllum aldri.

Höfundur handrits: Erla Ruth Harðardóttir
Leikstjórn: Erla Ruth Harðardóttir
Söngstjóri: Ragnheiður Hall
Danshöfundar: Auður Bergdís Snorradóttir og Elín Ágústa Birgisdóttir

Persónur og leikendur - sjá leikskrá á .pdf formi.

Boðið var upp á sýningar á skólatíma kl. 9:00 og kl. 10:30. Einnig í eftirmiðdaginn og um helgar. Sýningartími er um ein klukkustund og miðaverð 1000 krónur.

Eftir sýningu var gestum boðið upp á djús og piparkökur áður en haldið var heim á leið.

Jólapakkar

Sýningargestir komu margir hverjir með jólapakka sem þeir lögðu undir jólatréð í anddyri Iðnó. Leikarar Borgarbarna sáu síðan um að koma pökkunum í hendur Mæðrastyrksnefndar til dreifingar eins og gert hefur verið undanfarin jól.

Æfintýraprinsinn

Í júní lögðu leikarar í leikritinu Æfintýraprinsinn eftir Erlu Ruth Harðardóttur, land undir fót og héldu á barna- og unglingaleikhúshátið í Klaksvik í Fæeyjum.

 

 

 

 

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is