Eldri fréttir

Sönglist bara hollt!

Skólaárið 2010 - 2011

Nemendasýningar á nýja sviði Borgarleikhússins

Nemendasýningar söng- og leiklistarskólans Sönglistar eru haldnar í lok hverrar annar. Þar flytja nemendur hin ýmsu leikrit með söngvum og dönsum sem þeir hafa unnið að á önninni.

Á mörgu er tekið; skólanum, ástinni, svaðilförum og hinum ýmsu ævintýrum lífsins. Stórgóð skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem líta má framtíðar leikara og söngvara augum.

Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhússins.
Sími miðasölu er 568 8000
.


Mánudagur 11. apríl kl. 18:00-20:00

Hjá Samma
Betri tíð
Hlé
Að stara á hafið - Unglist V

Mánudagur 11. apríl kl. 20:30-23:00

Sigrún - Unglist I
Hlé
Öskubuska gerir uppreisn - Unglist II

Þriðjudagur 12. apríl kl. 17:30-19:30

Úti á stoppistöð
Sódóma
Beðið eftir Dódó
Hlé
Öskubuska gerir uppreisn - Unglist II

Þriðjudagur 12. apríl kl. 20:30-22:30

Að stara á hafið - Unglist V
Hlé
Ævintýraprinsinn - Unglist III

Miðvikudagur 13. apríl kl. 17:30-19:30


Strandið
Ást eða kærleikur
Hlé
Sigrún - Unglist I

Miðvikudagur 13. apríl kl. 20:00-22:00

Gordjöss
Þjóðhátíð í Eyjum
Hlé
Ævintýraprinsinn - Unglist III

Fimmtudagur 14. apríl kl. 17:30-19:30

Prufan - Krakkalist I
Hlé
Álfar og börn - Barnalist

Fimmtudagur 14. apríl kl. 20:00-22:30

Sjónvarpsþátturinn nýja Ísland
Prufan - Krakkalist I
Hlé
Erfiða erfðaskráin - Unglist IV

Föstudagur 15. apríl kl. 17:30-19:30

Útilegan
Margt býr í þokunni
Strokustelpa
Hlé
Álfar og börn - Barnalist

Föstudagur 15. apríl kl. 20:30-23:00

Ævintýrið
Morðið á skrifstofunni
Hvað varð um Eirík?
Hlé
Erfiða erfðaskráin - Unglist IV

Laugardagur 16. apríl kl. 14:00-15:30

Spádómar geta ræst
Óskastjarna
Bakvið tjöldin
Hlé
Við erum bara við

Nemendasýningar í Iðnó

Nemendasýningar nemenda í Borgartúni fara fram í Iðnó dagana 4. til 7. apríl.

Aðgangseyrir á nemendasýningarnar er kr. 1.000 fyrir fullorðna, en fyrir börn 12 ára og yngri kr. 500.

Hægt verður að kaupa miða sama dag og sviðsæfingin fer fram í Iðnó og svo við innganginn á sýningardegi. Ekki er tekið á móti miðapöntunum.

Mánudagur 4. apríl kl. 17:30-19:30

Lína og músin Nr. 1 (8-9 ára)
Mér leiðist (8-9 ára)
Ljósið í þér (9-10 ára)
Hlé
Geimverur í Húsafelli (9-10 ára)
Allt var betra áður fyrr (11-12 ára)

Mánudagur 4. apríl kl. 20:30-22:30

Náttfatapartí (11-12 ára)
Slúðurklúður (13-14 ára)
Ævintýrið sem endaði (13-14 ára)
Hlé
Fyrirmyndarfjölskyldur (13-14 ára) Krakkalist II

Þriðjudagur 5. apríl kl. 17:30 – 19:30

Stelpurnar í bekknum (7-9 ára)
Leikföngin (7-9 ára)
Spólan (9-10 ára)
Hlé
3 óskir (9-10 ára)
Ungfrú fegurð 2011 -1 (11-12 ára)

Þriðjudagur 5. apríl kl. 20:30 - 22:30

Hjá Samma (10-12 ára)
Hver er ég? (10-12 ára)
Stelpur! (11-12 ára)
Hlé
Söfnunin Nr. 2 (12-13 ára)
Barátta eða vinátta (13-14 ára)

Miðvikudagur 6.apríl kl. 17:30 – 19:30

Sirkusinn okkar Nr .1 (7-8 ára)
Hundraðprósent (8-9 ára)
Lína og músin Nr.2 (8-9 ára)
Hlé
Leyniklúbburinn (8-9 ára)
Danskir dagar (9-10 ára)

Miðvikudagur 6.apríl kl. 20:30 – 22:30

Allt var betra áður fyrr (11-12 ára) Krakkalist III
Hlé
Kletturinn (11-12 ára)
Bölmóðssýki og brestir (11-12 ára)
Söfnunin Nr . 1 (11-12 ára)

Fimmtudagur 7.apríl kl. 17:30 – 19:30

Sirkusinn okkar Nr. 2 (7-8 ára)
Brosland (8-9 ára
Fólkið í blokkinni Nr 2 (8-9 ára)
Hlé
Ungfrú fegurð 2011 -2 (8-9 ára)
Í miðjum skógi (9-10 ára)

Fimmtudagur 7. apríl kl. 20:30 – 22:30

Eftirseta (12-13 ára)
Kreppusöngleikur (12-14 ára)
Hlé
Fyrirmyndarfjölskyldur (13-14 ára) Krakkalist II

Stuttmyndin Hjartsláttur

Síðastliðið vor lék Elín Perla aðalhlutverkið í stuttmyndinni Hjartsláttur og hafði sér til stuðnings 15 manna hóp Sönglistarnemenda. Myndin var sýnd á stuttmyndahátíð Regnbogans. Myndin var ein af þremur myndum sem tilnefnd var til Edduverðlauna 2011. Við óskum þeim, Jóni Gústafssyni og Karólínu konu hans innilega til hamingju með frábæra mynd.

Kærleikshátíðin 13. febrúar

Sunnudaginn 13. febrúar tók hópur nemenda frá Sönglist þátt í Kærleikshátíðinni í miðbæ Reykjavíkur.

Heimsendir

Bára Lind Þórarinsdóttir hreppti eitt af aðalhlutverkunum í nýrri þáttaröð sem ber nafnið Heimsendir.

Pressan

Anna Lísa Hermannsdóttir er upptekinn við upptökur á hinni vinsælu þáttaröð Pressunni.

Talsetning

Margir nemendur Sönglistar eru að talsetja myndefni í hljóðveri Stúdíó Sýrland.

Stundin okkar

Nemendur Sönglistar hafa tekið að sér mörg hlutverk í Stundinni okkar í vetur. Þar ber helst að nefna hlutverk Gullbrár, Mjallhvítar, Rauðhettu, Þyrnirósar og Öskubusku. Einnig mátti sjá nemendur í hlutverki Bangsamömmu, Dverga, og Hans og Grétu.

Spaugstofan

Eins og margir glöggir áhorfendur Spaugstofunnar hafa eflaust tekið eftir þá eru nemendur Sönglistar farnir að sjást æ oftar á skjánum með þeim félögum, Erni, Karli, Pálma og Sigurjóni á laugardagskvöldum á Stöð 2.

Innritun á vorönn 2011

Innritun á vorönn 2011 stendur nú yfir.
Hægt er að skrá sig hér með því að fylla út umsóknarformið.

Kennsla í Borgartúni hefst 10. janúar 2011

Kennsla í Borgarleikhúsinu hefst 24. janúar 2011

Leikfangalíf

Jólaleikritið Leikfangalíf eftir Erlu Ruth Harðardóttur verður frumsýnt af Borgarbörnum, barna-og unglingaleikhúsi Sönglistar, laugardaginn 27. nóvember í Iðnó.

Leikritið fjallar um leikföng sem komið hefur verið fyrir í endurvinnslu þar sem eigendur þeirra hafa ekki not fyrir þau lengur. Leikföngin héldu að lífi þeirra væri þar með lokið.
Þrír jólaálfar, sem gegna því hlutverki að lappa upp á notuð leikföng, gerðu þeim grein fyrir að hægt væri að öðlast framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Jólin nálgast, leikföngin búa sig undir að verða gjöf handa nýju barni, þegar óvænt bætist nýtt leikfang í hópinn, Bratzbídúkka, sem þverneitar að horfast í augu við þá staðreynd að henni hafi verið hent.
Leikritið er fullt af boðskap og inniheldur vinsæl lög ásamt skondnum texta, uppákomum og dönsum.
>>sjá nánar

 

Nemendasýningar

Nú í lok haustannar hafa allir nemendur Sönglistar stigið á svið ýmist á litla sviði Borgarleikhúsins eða í Iðnó við tjörnina.
Sýningarnar urðu alls 19 þ.e. 11 í Borgarleikhúsinu og 8 í Iðnó.

Sunnudagurinn 5. desember

Sönglistarnemendur dreifðu heldur betur úr sér þennan sunnudaginn! Fjórir nemendur Sönglistar komust áfram í Röddinni á Stöð 2. Innilega til hamingju Rakel, Aron, Lilja og Karólina. Hópur leikara úr Leikfangalífi jólaleikriti Borgarbarna komu fram í Stundinni okkar, Jólagestir Björgvins Halldórssonar, Jólaþorpið í Hafnarfirði, Jólaleikrit Borgarbarna 2010 í Iðnó, þrjár nemendasýningar í Borgarleikhúsinu og gott ef ekki Hlemmavídeó líka!

Nóg um að vera nemendum Sönglistar á haustönninni

Nemendur Sönglistar hafa haft í mörgu að snúast síðastliðna mánuði. Fyrir utan að sinna náminu hjá okkur og taka þátt í nemendasýningum í lok hverrar annar hafa þeir verið á þönum í öðrum verkefnum sem þó tengjast skólanum og færir þeim ómetanlega reynslu.

Stuttmyndin Hjartsláttur

Í vor lék Elín Perla aðalhlutverkið í stuttmyndinni Hjartsláttur og hafði sér til stuðnings 15 manna hóp Sönglistarnemenda. Óskum þeim, Jóni Gústafssyni og Karólínu konu hans, til hamingju með frábæra mynd.

Þjóðhátíðardagurinn

Á 17. júní komu margir af okkar frábæru nemendum fram á Ingólfstorgi og héldu uppi skemmtidagskrá í klukkutíma með fjölmörgum söng- og dansatriðum. Við létum okkur nægja að skemmta í höfuðborginni þetta árið. Á síðasta ári breiddum við betur úr okkur og vorum á Austurvelli, Garðabæ og enduðum í Hafnarfirði. Alltaf gaman að skemmta á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Starfsdagur Borgarleikhússins

Í upphafi annar voru nokkrir nemendur með leik-, söng- og dansatriði fyrir starfsmenn Borgarleikhússins á starfsdegi leikhússins. Skemmst frá því að segja að Sönglistarnemendur slógu í gegn.

Opið hús í Borgarleikhúsinu

Á opnu húsi Borgarleikhússins héldu fjölmargir nemendur Sönglistar uppi heiðri skólans og sýndu þeim þúsundum gesta sem þar mættu, hversu hæfileikarík þau eru.

Umboðsskrifstofa Sönglistar

Mikið hefur verið leitað til Umboðsskrifstofu Sönglistar eftir börnum til að leika í auglýsingum, stuttmyndum og kvikmyndum. Þetta haust hefur verið sérlega annasamt. Hlemmavídeó skartar fjölmörgum Sönglistarnemendum, nýi Latibær hefur heldur betur geta nýtt sér okkar nemendur, ásamt því að nemendur Kvikmyndaskólans hafa ótakmarkaðan aðgang að hæfileikaríkum börnum skólans sem fá í staðinn ómetanlega reynslu í sjónvarps- og kvikmyndaleik.

Talsetning

Talsetning á teiknimyndum er alltaf skemmtilegt . Gaman að heyra í þeim Bertu, Ágústi Beinteini, Agnesi Líf, Torfa og fleirum á morgnanna. Ísold Ylfa átti líka stórleik í hlutverki Agnesar í myndinni Aulinn ég. Frábær mynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Stundin okkar

Ævintýraþáttur Stundarinnar okkar í vor var stórkostlegt skemmtun með frábærum Sönglistarnemendum í öllum hlutverkum (fyrir utan Björgvin Frans náttúrulega;-). Aftur var þörf á hæfileikaríkum krökkum í þá stund og fengu stjórnendur þáttarins hjá okkur dverga, Hans og Grétu, Mjallhvíti, Rauðhettu, Bangsamömmu og Gullbrá.

Bjarnferðarson

Okkar frábæri Kiddi (Kristinn Óli) sló í gegn í Kastljósinu í síðustu viku með „beat-boxi“. Átti einnig eftirminnilegan leik í Bjarnfreðarson sem einn af ungu Georgunum. Til hamingju Kiddi.

Styrktarsjóður Sönglistar

Nú er verið að leggja lokahönd á geisladisk Sönglistar sem mun bera heitið Sönglistinn 2010 Þar koma fram styrkþegar sjóðsins þau Edda Margrét Erlendsdóttir, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Bjarki Lár. Einnig prýðir diskinn Stúlknasveitin Kári? með frumsamda lagið sitt Öskubuski minn Kárastúlkur eru útskrifaðir Sönglistarnemendur sem heita Auður Finnbogadóttir, Sylvía Björgvinsdóttir, Margrét Indra Daðadóttir og Lilja Eivor Cederborg Gunnarsdóttir.

Bjarki Lár einn af styrktarnemendum sjóðsins hefur verið að gera það gott með lagið sitt Bara þú. Bjarki hefur verið að koma fram við fjölda mörg tækifæri og nýtur lag hans mikilla vinsælda.

Röddin

Fjölmargir nemendur Sönglistar tóku að sjálfsögðu þátt í söngkeppninni Röddin Gaman var að sjá hversu vel bæði fyrrverandi og núverandi nemendum okkar gekk. Í lokaúrtaki í Reykjavík var að finna fimm Sönglistarnemendur í 10 manna hópnum. Það kemur okkur að sjálfsögðu ekki á óvart. Rakel Björk, Björg, Karólína, Torfi og Lilja – gangi ykkur vel.

 

Leikfangalíf

Jólaleikritið Leikfangalíf eftir Erlu Ruth Harðardóttur verður frumsýnt af Borgarbörnum, barna-og unglingaleikhúsi Sönglistar, laugardaginn 27. nóvember í Iðnó.

Leikritið fjallar um leikföng sem komið hefur verið fyrir í endurvinnslu þar sem eigendur þeirra hafa ekki not fyrir þau lengur. Leikföngin héldu að lífi þeirra væri þar með lokið.
Þrír jólaálfar, sem gegna því hlutverki að lappa upp á notuð leikföng, gerðu þeim grein fyrir að hægt væri að öðlast framhaldslíf hjá nýjum eigendum. Jólin nálgast, leikföngin búa sig undir að verða gjöf handa nýju barni, þegar óvænt bætist nýtt leikfang í hópinn, Bratzbídúkka, sem þverneitar að horfast í augu við þá staðreynd að henni hafi verið hent.
Leikritið er fullt af boðskap og inniheldur vinsæl lög ásamt skondnum texta, uppákomum og dönsum.
>>sjá nánar

 

Nemendasýningar

Nemendasýningar í Borgarleikhúsinu fara fram dagana 28.nóvember til 6.desember.

Nemendasýningar nemenda í Borgartúni fara fram í Iðnó dagana 7. til 11. desember.

Aðgangseyrir á nemendasýningarnar er kr. 1.000 fyrir fullorðna, en fyrir börn 12 ára og yngri kr. 500.

Hægt verður að kaupa miða sama dag og sviðsæfingin fer fram í Iðnó og svo við innganginn á sýningardegi.

Nemendasýningar á litla sviði Borgarleikhússins

Nemendasýningar söng- og leiklistarskólans Sönglistar eru haldnar í lok hverrar annar. Þar flytja nemendur hin ýmsu leikrit með söngvum og dönsum sem þeir hafa unnið að á önninni.

Á mörgu er tekið; skólanum, ástinni, svaðilförum og hinum ýmsu ævintýrum lífsins. Stórgóð skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem líta má framtíðar leikara og söngvara augum.

Miðasala fer fram í miðasölu Borgarleikhússins.
Sími miðasölu er 568 8000
.

Sunnudagur 28. nóvember Kl. 18:00-19:30

Krakkalist I og III
Hlé
Krakkalist II

Sunnudagur 28. nóvember Kl. 20:30-23:00

Sumardagur (9-10 ára)
Ýkt elding (11-13 ára)
Hlé
Unglist IY og II

Mánudagur 29. nóvember Kl. 17:30-19:30

Söfnunin (9-10 ára)
Eftirseta (9-10 ára)
Hlé
Unglist IV og V

Mánudagur 29. nóvember Kl. 20:30-23:00

Jólaleikritið (11-12 ára)
Séð og heyrt (13-15 ára)
Grímuballið (13-15 ára)
Hlé
Unglist I

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 17:30-19:30

Úr álögum (11-12 ára)
Leikritið (11-12 ára)
Hlé
Unglist IV og V

Þriðjudagur 30. nóvember kl. 20:30-23:00

Dr. Ástríður & fylgisveinar (11ára)
Kvöldstund með stjörnum (13-14 ára)
Skrifstofan (13-14 ára)
Hlé
Unglist I

Sunnudagur 5. desember kl. 14:00-16:00

Fullorðin börn - Barnalist
Hlé
Skíðaferðalagið (11-13 ára)
Ég hlakka svo til (9-10 ára)

Sunnudagur 5. desember kl. 17:00-19:00

Krakkalist I og III
Hlé
Unglist II og III

Sunnudagur 5. desember kl. 20:30-23:00

Unglist IY og II
Hlé
Tunglið, tunglið taktu mig (15-17 ára)
Djammið (15-17 ára

Mánudagur 6. desember kl. 17:30-19:30

Fullorðin börn - Barnalist
Hlé
Borgarbörn (11 ára)
Lífsleikni (11-12 ára)

Mánudagur 6. desember kl. 20:30-23:00

Krakkalist II
Hlé
Unglist II og III

Nemendasýningar í Iðnó

Nemendasýningar nemenda í Borgartúni fara fram í Iðnó dagana 7. til 11. desember.

Aðgangseyrir á nemendasýningarnar er kr. 1.000 fyrir fullorðna, en fyrir börn 12 ára og yngri kr. 500.

Hægt verður að kaupa miða sama dag og sviðsæfingin fer fram í Iðnó og svo við innganginn á sýningardegi.

Þriðjudagur 7.desember kl. 17:30-19:30

Viltu leika (7-8 ára)
Söngvaboð (7-8 ára)
Dýrabúðin nr. 1 (7-9 ára)
Hlé
Afmælisveislan (9-10 ára)
Stelpukvöld (13-14 ára)

Þriðjudagur 7.desember kl. 20:30-23:00

Danskir dagar (9-10 ára)
Vinkonur í útilegu (9-10 ára)
Hlé
Kræfir krakkar (11-12 ára)
Týndur (11-12 ára)
Söngleikjadeild - dans

Fimmtudagur 9.desember kl. 17:30 – 19:30

Dýrabúðin nr. 2 (7-9 ára)
Latasti hundur í heimi (8-9 ára)
Sirkusinn okkar (7-8 ára)
Hlé
Í miðjum skógi nr. 1 (9-10 ára)
Stelpur á móti stelpum (13-14 ára)
Söngleikjadeild - dans

Fimmtudagur 9.desember kl. 20:30 - 22:30

Jógatíminn (11 ára)
Sódóma (12-13 ára)
Hlé
Söngleikjadeild – Hópur 1

Föstudagur 10.desember kl. 17:30 – 19:30

Sirkusinn (7-8 ára)
Málverkasýningin (8-9 ára)
Jólaleikritið (9-10 ára)
Hlé
Kletturinn (11 ára)
Hjá Samma (12-13 ára)
Söngleikjadeild - dans

Föstudagur 10.desember kl. 20:30 – 22:30

Marglit eilíf vinátta (12-13 ára)
Áheyrnarprufan (13-14 ára)
Er andi í glasinu? (14-16 ára)
Hlé
Söngleikjadeild – Hópur 2

Laugardagur 11.desember kl. 17:00 – 19:00

Brosland (9-10 ára)
Gleðigjafarnir (9-10 ára)
Í miðjum skógi nr. 2 (9-10 ára)
Hlé
Stjarnan mín (12-13 ára)
Óvissuferð (12-13 ára)
Jólaskap, jólalög, jólakór (13-14 ára)

Laugardagur 11.desember kl. 20:00 – 21:00

Söngleikjadeild

Skólasetning haustið 2010

Sönglist er að hefja sitt 13. starfsár og verður skólasetning laugardaginn 4. september kl. 14:00 á Stóra sviði Borgarleikhússins.

Allir nemendur skólans eru boðaðir, bæði Borgartúns- og Borgarleikhúss. Forráðamenn eru hvattir til að mæta með börnum sínum.

Kennsla í Borgarleikhúsinu hefst svo mánudaginn 6. september og kennsla í Borgartúni mánudaginn 13. september.

Vonumst við til að sjá ykkur sem flest.

Innritun á haustönn 2010

Innritun á haustönn 2010 stendur nú yfir.
Kennsla í Borgarleikhúsinu hefst mánudaginn 6. september.
Kennsla í Borgartúni hefst mánudaginn 13. september.
Hægt er að skrá sig hér með því að fylla út umsóknarformið.

Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð var sett í Hljómskálagarðinum í gær 19. apríl og mun hún standa yfir til sunnudagsins 25. apríl. Hópur nemenda Sönglistar tók þátt í opnunarhátíðinni með söng og dansi.
Hér er hægt að sjá myndband sem birtist á vef ruv.is með atriði nemenda Sönglistar.

Sumarnámskeið

Innritun á sumarnámskeið stendur nú yfir. Sönglist er með námskeið fyrir börn á aldrinum 8-13 ára og standa þau yfir í fimm daga.
Skráning fer fram í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000 milli kl. 9:30 og 13:30. Einnig er hægt að skrá sig hér með því að fylla út umsóknarformið.
>>sjá nánar

Sumarnámskeið

Sumarnámskeið eru haldin á vegum skólans frá miðjum júní og út júlí.
Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 8-13 ára og er aldursskipt í hópana. Athugið að yngstu þátttakendurnir þurfta að hafa lokið 2. bekk í grunnskóla.
Hvert námskeið stendur yfir í fimm daga og er leiksýning fyrir aðstandendur og vini á lokadegi hvers námskeiðs.

Á námskeiðinu eru kennd undirstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði.
Unnið er markvisst að því að virkja sköpunarkraft nemenda og að efla sjálfstraust þeirra. Nemendur syngja og dansa en megin áherslan er á leiklist.
Opið hús verður fyrir foreldra og aðstandendur hvern föstudag kl. 15:00 þar sem börnin sýna afrakstur námskeiðsins.

Kennslan fer fram í Borgarleikhúsinu og að venju munu einungis fagmenntaðir kennarar sjá um kennslu. Hvert námskeið er í fimm daga og er unnið frá kl. 10:00–16:00.
Nemendur skulu hafa með sér tvöfalt nesti - Hádegis og eftirmiðdags hressingu.
Hægt er að fá gæslu frá kl. 9:00 sem kostar 1.500 kr. fyrir vikuna.

Námskeiðstímabil sumarið 2010

14. - 18. júní*
21. - 25. júní
28. - 2. júlí
5. - 9. júlí
12. - 16. júlí
19. - 23. júlí

Skráning og verð

Skráning á námskeiðin fer fram eftir 1. apríl í miðasölu Borgarleikhússins í síma 568-8000.
Takmarkaður fjöldi nemenda er á hvert námskeið.
Þátttökugjald er 26.400 kr. og ganga þarf frá greiðslu við skráningu. Tekið er við debet- og kreditkortum og hægt er að greiða í gegnum síma.

* Námskeiðið er eingöngu í fjóra daga og því er þátttökugjald kr. 21.120

Íslensk þjóðlög í söng og leik (fjell niður v/dræmrar þátttöku)

Námskeið hefst 10. júní 2010 og lýkur þann 17. júní 2010 höfðar til krakka frá 11 ára og eldri, hvetjum unglinga til að sækja um.
Námskeiði lýkur með Leiksýningu á þjóðhátíðardaginn 17.júní 2010.

Á námskeiðinu verður unnið með söguna á bak við þjóðlögin, hvert lag hefur sína sögu að segja og verður hún tvinnuð inn í leikþátt sem krakkarnir svo sýna í lok námskeiðs.
Hvetjum við þá krakka sem spila á hljóðfæri að láta okkur vita af þeim hæfileikum.

Kennarar á námskeiðinu verða Ólöf Sverrisdóttir leikkona og Margrét Grétarsdóttir söngkona.
Unnið verður frá 9:30 - 14:00 en frá 10:00 -16:00 síðasta daginn.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 16. þátttökugjald er 22.000. kr.

Kennslan fer fram í húsnæði Sönglistar í Borgartúni 1.

Nánari upplýsingar og skráning eru hjá Margréti í síma 692-8992 eða með því að senda tölvupóst á magga@sopranos.is

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is