Stúlknasveitin Kári?

Það voru fjórar hæfileikaríkar stúlkur sem kynntust í Sönglist og fóru að semja saman lög. Stúlkurnar sem allar eru fæddar árið 1993 eru þær, Auður Finnbogadóttir, Lilja Eivor Gunnarsdóttir Cederborg, Margrét Indra Daðadóttir og Sylvía Björgvinsdóttir.

Stjórnendur Sönglistar vildu styðja við bakið á þessum áhugasömu og hæfileikaríku stúlkum. Þær hvöttu þær til dáða m.a. með því að aðstoða þær við undirspil ásamt því að koma þeim á framfæri og leiðbeina þeim.

Stúlkurnar hafa samið nokkur lög eins og Ég veit hvað ég vil, Það sem þú gerðir og Öskubuski minn.
Hallur Ingólfsson geði undirspilið.

Stúlknasveitin Kári? hefur komið fram við hin ýmsu tækifæri og má þar nefna Neistaflug í Neskaupsstað, á Grundarfirði og í Jólaþorpinu í Hafnarfirði.

Hlusta:
Öskubuski minn

Sjá:
Umfjöllun á visir.is


Vera með á:
Facebook

 

 

 

 

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is