Styrktarsjóður

Á þeim ellefu árum sem Sönglist hefur starfað þá hefur fjöldinn allur að hæfileikaríkum nemendum stundað nám við skólann. Stjórnendur skólans hafa verið að leita leiða til að styðja enn frekar við bakið á þessum nemendum og eru stúlkurnar sem skipa Stúlknasveitina Kára? dæmi um það.

Haustið 2009 var Styrktarsjóður Sönglistar stofnaður með það að markmiði að styðja við bakið á afburða nemendum þ.e. einstaklingum sem stjórnendur skólans telja að hafi allt til brunns að bera hvað varðar góðan námsárangur, hæfileika, móttækileika og gott innræti.

Styrkþegar haustið 2009

Að þessu sinni hlutu fimm nemendur styrk sem fól í sér að tekin voru upp nokkur lög með þeim í upptökuveri.
Þeir eru; Bjarki Lárusson, Edda Margrét Erlendsdóttir, Elísabet Metta Ásgeirsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteindóttir og Rakel Björk Björnsdóttir.

 

 


 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is