Anna Margrét Kaldalóns

Anna Margrét Kaldalóns útskrifaðist með BA í söng ( vocal performance) frá New England Conservatory í Boston og lauk MA í söng (voice applied) frá University of Texas at Austin 1995.

Á námstímanum hélt hún einsöngstónleika hér heima sem og í Boston og í Austin ásamt því að koma fram á tónleikum með öðrum einsöngvurum og taka þátt í uppsetningu á óperusenum. Einnig hefur hún sungið einsöng með hinum ýmsu kórum, þar á meðal Pólýfónkórnum og Borgarkórnum.

Hluti af námi Önnu Margrétar í Bandaríkjunum var bæði kórstjórn og kennslufræði og hefur hún raddþjálfað kóra og kennt tónmennt við grunnskóla. Á sumrin vann Anna Margrét meðfram námi sem flokksstjóri hjá Vinnuskóla Reykjavíkur og hefur hún því mikla reynslu af því að vinna með börnum og unglingum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is