Erla Ruth Harðardóttir

Erla Ruth Harðardóttir stofnaði Sönglist ásamt Ragnheiði Hall í ágúst 1998. Hún útskrifaðist sem stúdent frá Verzlunarskóla Íslands árið 1981. Hún fór til Englands í leiklistarnám 1984 eftir að hafa tekið þátt í ýmsum leiklistarnámskeiðum og unnið sem statisti í Þjóðleikhúsinu. Hún hóf nám í The Guildford School of Acting and Dance og útskrifaðist þaðan 1987. Á meðan á námi stóð fékk hún Award fir Achievement 1986, The Michael Redgarve Scholarship 1986-1987 The Principal´s Award for Acting og The Max Adrian Cup við útskrift 1987.

Eftir útskrift var Erla Ruth fastráðin hjá leikfélagi Akureyrar en þar lék hún m.a. í Horft af brúnni og í Fiðlaranum á þakinu. Á Akureyri kenndi hún jafnframt leiklist í MA og leikstýrði leikritinu Kertalog hjá fyrrnefndum menntaskóla.

Eftir að Erla Ruth snéri aftur til Reykjavíkur lék hún með hinum ýmsu leikhópum, sá um barnatímann á Stöð 2 sumarið 1990 og vann við talsetningar á teiknimyndum. Hún kenndi einnig leiklist í Réttarholtsskóla, Fellaskóla og Fjölbraut í Garðabæ og leikstýrði Grænjöxlum hjá FG. Þegar Borgarleikhúsið var opnað, lék hún hlutverk Þórunnar í Kömbum í Heimsljósi sem var fyrsta leikritið sem sýnt var á litla sviðinu. Aðrar sýningar sem hún hefur leikið í, í Borgarleikhúsinu eru Platanof og Vanja frændi. Hún tók einnig þátt í nokkrum barnaleikritum hjá Möguleikhúsinu og þar má nefna: Ævintýrabókin, Hvar er Stekkarstaur, Smiður jólasveinanna og Snillingar í Snotraskógi. Hjá Kaffileikhúsinu lék hún í Sápa 1 og Ó þessi þjóð. Fyrsta hlutverk hennar hjá Þjóðleikhúsinu var hlutverk Írenu í Ráðherra klipptur. Síðan hefur hún leikið þar í M.Butterfly, Gleðispilið, Allir synir mínir, Gauragangur, Hafið og Landkrabbinn.

Erla Ruth hefur leikið í ýmsum útvarpsleikritum, talsett ógrynni af teiknimyndum og leikið í mörgum sjónvarpsþáttum. Má þar nefna Stundina okkar, Áramótaskaup 1991 og 1999 og Enn ein stöðin/Spaugstofan 1998-1999.

Erla Ruth býr í Hafnarfirði og á fjögur börn.

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is