Ragnheiður Hall

Ragnheiður Hall stofnaði Sönglist ásamt Erlu Ruth Harðardóttur í ágúst 1998.

Hún útskrifaðist sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands árið 1981. Hún hóf ung söngnám við Söngskólann Reykjavík og lauk 8. stigi vorið 1987. Þá gerði hún hlé á náminu, dvaldi í Þýskalandi og Englandi við tungumálanám og einnig sótti hún einkatíma í söng hjá Berit Hallquist í Stockhólmi. Árið 2002 útskrifaðist hún með B.Ed gráðu úr Tónmenntadeild Kennaraháskóla Íslands.

Árið 1992 hóf hún aftur nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk fyrri hluta burtfararprófs vorið 1993 og ári seinna seinni hlutanum. Vorið 1996 útskrifaðist hún svo frá Söngskólanum með fyrstu einkunn sem Söngkennari.

Jafnframt náminu í Söngskólanum sótti hún ýmis söngnámskeið bæði hér heima og erlendis og má þar nefna söngnámskeið hjá Svanhvíti Egilsdóttur og Orin Brown í Noregi.

Ragnheiður söng með Þjóðleikhúskórnum og tók þátt í mörgum uppfærslum bæði í söngleikjum og óperum má þar nefna: Cavaleria Rusticana, Tosca, Ævintýri Hoffmanns, Kardemommubærinn, Oliver Twist og My fair lady.

Eftir söngkennaranámið 1997 – 1998 kenndi Ragnheiður hjá Söngsmiðjunni í einn vetur og var jafnframt skólastjóri skólanns í fjarveru Esterar Helgu Guðmundsdóttur.

Hún stofnaði svo Sönglist árið 1998 og stundaði jafnframt nám við Kennaraháskóla Íslands og lauk þar kennaraprófi úr Tónmenntakennaradeild vorið 2002.

Árið 2008 sótti hún fjarnámsnámskeið hjá The Complete Vocal Institute í Danmörku og lauk eins árs kúrs í söngtækni.

Vorið 2009 sat hún námskeið í Fareyjum í Stanislavskij tækni hjá Yuri A Urnov og raddtækninámskeið í tækni Nadine George´s.

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is