Skólinn

Söng- og leiklistarskólinn Sönglist var stofnaður í ágúst árið 1998. Stofnendur og eigendur skólans eru þær Ragnheiður Hall og Erla Ruth Harðardóttir. Skólinn er starfræktur í samvinnu við Borgarleikhúsið.

Húsnæði

Í upphafi var skólinn starfræktur að Engjateig 11, eftir nokkra flutninga hér og þar um bæinn flutti skólinn starfsemi sína í Borgarleikhúsið. Það var haustið 2003.
Haustið 2008 kom að því að ekki var hægt að taka inn nýja nemendur sökum fjölda framhaldsnema. Því var ákveðið það sama haust að taka á leigu húsnæði í Borgartúni 1, sem ætlað var fyrir byrjendur skólans og nokkra Listhópa. Haustið 2012 fluttist öll kennsla Sönglistar í Borgarleikhúsið.

Starfsmenn

Allir söng- og leiklistarkennarar skólans eru fagmenntaðir og starfa sem verktakar við skólann.
Að jafnaði starfa 12 - 20 kennarar við skólann.

 

 

S�nglist - Borgarleikh�sinu - Listabraut 3 - 103 Reykjav�k - S�mi 590 8838 - songlist@borgarleikhus.is - www.songlist.is